Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

Lengi hef ég hugsað

Dagbók Bergs.

 

Lengi hef ég hugsað hvort ég sé veikur að geði.

Sama hvað ég reyni þá get ég ekki fundið fyrir sjálfselskunni sem á þarf að halda til að geta aðeins horft á mína eigin hagsmuni í stað okkar allra sem á þessari jörðu búum.

Í minni geðveiki, þá virðist allt sem okkar hámenntaða og yfirburðar samfélag gerir, valda okkur gífurlegri vanlíðan og reiði. Ekkert sem við stöndum fyrir í dag, hvorki efnahagur, menntamál eða stjórnmál virðast hafa langtíma markmið fyrir stafni.

Það virðist á einhvern stórfurðulegan hátt vera aðal markmið allra sem hafa einhversskonar vald, að hámarka hagnað og lágmarka kostnað. Þar fremst í flokki eru stjórnvöld, fyrirtæki, skólar og bankar. 

Eitt eigum við öll sameiginlegt. Við trúum öll svo innilega að okkar tími mun koma þar sem "ég" verð ríkur og þessvegna vil "ég" ekki breyta neinu því þegar að tíminn kemur þá verður þetta ömurlega líf loksins þess virði. Það er ekki fyrr en öll von er úti um þetta hrikalega spennandi líf þar sem allir vasar eru fullir af seðlum, að við myndum hugsanlega horfa út fyrir eigin hagsmuni og fjárhagslegan hagnað. Er ekki komið nóg af þessu bulli, hvernig væri að hætta að hafa hagnað sem okkar megin markmið og breyta yfir í langtíma verkefni þar sem við höfum menntun, velferð og náttúru efst í huga. Hverju höfum við að tapa.

En miða við stefnu okkar lýðræðis þá er hagnaður meira virði en allt annað og ég er geðveikur. 

 

Ármann Óli


Höfundur

Bergur Ármannsson
Bergur Ármannsson
dagbók Bergs

Eldri færslur

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband